Birgitta segir samkomulagi náð

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar segir að samkomulag hafi náðst á milli flokkana um stjórnarskrármálið. Segir hún að 40% kosningabærra manna þurfi að samþykkja stjórnarskrárbreytingar.

„Ef að stjórnarskrárbreytingar eru umdeildar þarf kjörsókn að vera afskaplega há ef til breytinga á að koma. Eðli málsins samkvæmt er mjög hæpið að ná svona mörgum á kjörstað þó við séum að tala um stjórnarskrá,“ segir Birgitta eftir fund með formönnum flokkanna. Með þessu segir Birgitta að búast megið við því að samkomulag um þinglok muni brátt liggja fyrir.

Þá segir Birgitta jafnframt að Kísilver á Bakka muni hljóta samþykki en náttúruverndarlög verði tekin fyrir að nýju á næsta þingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert