Hægt að fylgjast með Heklu

Skjáskot úr vefmyndavél Mílu af Heklu.
Skjáskot úr vefmyndavél Mílu af Heklu. Skjáskot/livefromiceland.is

Þrátt fyrir að jarðskjálftafræðingar og almannavarnir telja ekki bráðahættu á eldgosi í Heklu verður fylgst afar grannt með eldfjallinu í dag og næstu daga. Almenningur getur einnig fylgst með Heklu, í gegnum vefmyndavél Mílu. 

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli hafa lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Óvenjulegar jarðhræringar hafa mælst á undanförnum tveimur vikum við Heklu, óvenjulegar þar sem hræringar sem slíkar hafa ekki mælst síðan síðast gaus.

Engar kvikuhreyfingar mælast þó, enn sem komið er.

Hér má sjá Heklu í beinni útsendingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert