Staðan metin aftur á morgun

Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að staðan verði metin aftur á morgun og þá verði tekin ákvörðun um hvort óvissustigi við Heklu verði haldið áfram. Hann segir að slíkur viðbúnaður hafi verið vegna jarðhræringa við Kötlu á undanförnum árum en ekki vegna skjálftavirkni við Heklu.

Að sögn Víðis eru ekki taldar miklar líkur á gosi og að viðbúnaðurinn sé fyrst fremst til þess að fylgjast betur með og  auka upplýsingaflæði á milli þeirra aðila sem koma að málum þegar um eldgos er að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert