Gekk út með flatskjá án þess að greiða

Flatskjáir.
Flatskjáir. mbl.is/Ernir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 25 ára karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Meðal annars fór maðurinn inn verslun, tók flatskjá af vegg og gekk út með hann án þess að greiða.

Í dóminum segir að maðurinn hafi í mars 2012 gengið inn í verslun Nettó í Mjódd í Reykjavík, fjarlægt þaðan flatskjá með því að skera á festingar með vírklippum og í kjölfarið gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir tækið.

Þá var hann sakfelldur fyrir að rækta átta kannabisplöntur, fyrir að aka tvívegis undir áhrifum kannabisefna, í annað skiptið án þess að hafa öðlast ökuréttindi en hitt skiptið sviptur ökuréttindum. Einnig stal maðurinn hraðsuðukönnu úr raftækjaverslun og ilmvatni úr lyfjaverslun.

Maðurinn var í desember 2009 dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisrefsingar vegna þjófnaðar, hylmingar og umferðarlagabrots. Þá var hann dæmdur í mars 2012 til þriggja mánaða fangelsisrefsingar, skilorðsbundið í tvö ár, vegna þjófnaðar, ölvunar- og fíkniefnaaksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert