Jóhanna sat hjá við tillögu Árna Páls

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í kvöld. Hún sat hjá við …
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í kvöld. Hún sat hjá við tillögu Árna Páls, Katrínar og Guðmundar um lyktir stjórnarskrármálsins. mbl.is/Styrmir Kári

Jóhanna Sigurðardóttir var ein 22 þingmanna sem sátu í kvöld hjá við atkvæðagreiðslu um þá leið sem Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson lögðu til við breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

Á sama tíma greiddu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með tillögunni, þeir Ásbjörn Óttarsson og Pétur H. Blöndal. Aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks ásamt öllum þingmönnum Framsóknarflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Að auki sátu hjá stjórnarþingmennirnir Álfheiður Ingadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason.

Tillagan var samþykkt með 26 atkvæðum. Þrír greiddu atkvæði á móti og eins og áður segir sátu 22 þingmenn hjá.

Tillaga Árna Páls samþykkt til 3. umræðu

Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir.
Árni Páll Árnason og Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert