Myndbandið verður ekki birt

Rannsóknarlögreglumaðurinn William Lindsey á blaðamannafundinum ásamt lögreglustjóranum Chris Nocco. Mynd …
Rannsóknarlögreglumaðurinn William Lindsey á blaðamannafundinum ásamt lögreglustjóranum Chris Nocco. Mynd tekin af YouTube.

Búið er að birta upptöku frá blaðamannafundi þar sem lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída, Chris Nocco, og rannsóknarlögreglumaðurinn William Lindsey greina m.a. frá því að myndbandsupptaka frá fallhlífastökki Íslendinganna sem létust um sl. helgi verði ekki birt opinberlega.

Nocco segir að það sé gert að beiðni fjölskyldu hinna látnu. Hann bætir því við að lögum samkvæmt sé lögreglunni jafnframt bannað að birta myndbönd sem sýna banaslys.

Á blaðamannafundinum eru lögreglumennirnir spurðir út í gang rannsóknarinnar og hvað olli því að Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson biðu bana eftir að hafa stokkið úr flugvél ásamt 19 öðrum fallhlífastökkvurum sl. laugardag. Örvar var með myndavél á sínum hjálmi sem myndaði stökkið.

Lindsey greinir frá því að Örvar hafi reynt að aðstoða Andra sem hafi ekki getað opnað fallhlífina. „Hann var hetja,“ sagði Lindsey á blaðamannafundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert