Jörð skalf við Jarlhettur

Skjálftarnir eru merktir með rauðum punktum.
Skjálftarnir eru merktir með rauðum punktum. Mynd/Veðurstofa Íslands

Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst við Jarlhettur í dag, sá stærsti 2,8 að stærð. Skjálftarnir mældust allir á milli klukkan 13 og 14.30 en síðan ekki söguna meir.

Skjálftarnir voru allir á svipuðum slóðum, 22-24 km NNA af Geysi, eins og Veðurstofa Íslands skráðir skjálftanna, þeir voru á 3,7-6,1 km dýpi. Þeir voru að stærðinni 1,1-2,8, flestir yfir 2 að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert