Kísilverksmiðjan fari í gang 2016

Tölvuteikning af fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju á Bakka. Áætlað er að 130 …
Tölvuteikning af fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju á Bakka. Áætlað er að 130 manns starfi í verksmiðjunni eftir að uppbyggingu fyrsta áfanga hennar lýkur 2016. mbl.is/Norðurþing

„Framundan er áframhaldandi undirbúningur að hafnar- og vegagerð og hluti af því er þegar farinn af stað. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við verksmiðjuna af fullum krafti í byrjun árs 2014 og að framleiðsla hefjist í ársbyrjun 2016.“

Þetta segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Norðurþingi, í samtali í Morgunblaðinu í dag, um næstu skref í uppbyggingu á Bakka, skammt frá Húsavík. Tvö frumvörp um 33 þúsund tonna kísilmálmverksmiðju voru samþykkt á Alþingi við þinglok í vikunni.

„Það er rætt um fjárfestingu upp á 180 milljónir evra í fyrsta áfanga. Eftir fyrsta áfanga þarf verksmiðjan 52 MW og svo 104 MW þegar hún verður fullbyggð eftir annan áfanga. Við stækkun í öðrum áfanga verður bætt við ofnum í verksmiðjuna og sá áfangi er því ekki jafn stór og sá fyrsti,“ segir Bergur Elías en 180 milljónir evra svöruðu til um 28,6 milljarða króna fyrir páskahelgina. Er stefnt að því að verksmiðjan verði 66 þúsund tonn eftir 2. áfanga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert