Er besti Búlluborgarinn í London?

Búllan í London.
Búllan í London. mbl.is/Ingibjörg Rósa

Við fengum góðan slátrara í Skotlandi, sem fær kjöt frá litlum býlum þar og svo látum við hann meðhöndla kjötið á svolítið sérstakan hátt. Við ætluðum fyrst að finna kjöt sem líktist kjötinu í hamborgurunum heima en ákváðum svo einfaldlega að finna besta mögulega kjötið og duttum niður á þetta eftir margra daga smökkun frá hátt í tuttugu slátrurum,“ segir Sigurður, sem alltaf er kallaður Siggi. Hann starfaði á Búllunni á Íslandi í sex vikur áður en hann flutti út með fjölskylduna til að byggja upp staðinn í London og líkar vel. „Hamborgaramenningin í London hefur stökkbreyst á síðasta áratug, þeir hafa farið úr þessum mikið unnu, hálfgerðu fars-borgurum í það sem kallast „gourmet-fast-food“ hamborgara.“

Samkeppnin var því sannarlega til staðar og skammt frá Búllunni í Marylebone eru tveir aðrir vinsælir hamborgarastaðir, Búllan virðist þó njóta góðs af því ef eitthvað er. „Þetta svæði er stundum kallað „The Golden Hamburger Triangle,“ segir Siggi en þótt Tommi‘s Burger Joint taki einungis 24 í sæti eru daglega seldir á bilinu 250-480 hamborgarar. „Við erum með mjög mikið af fastakúnnum, Marylebone er þannig hverfi, íbúarnir halda tryggð við það. Eins kemur mikið af skólakrökkum hingað og svo dettur inn fólk sem hefur lesið um okkur og vill prófa. Íslendingar koma hins vegar ekki jafn mikið og ég hafði búist við, en þó oftast einhver á hverjum degi.“

Húsnæðið á Marylebone Lane er einungis tímabundið og mun Tommi‘s Burger Joint loka staðnum eftir páska og flytjast á nýjan og betri stað í sama hverfi þar sem opnað verður í maí eða júní.

Aðdáendur hamborgaranna þurfa þó ekki að örvænta því í millitíðinni opnar Tommi annan stað í byrjun apríl austar í stórborginni, í Boxpark í Shoreditch hverfinu.

Tommi sjálfur, Tómas A. Tómasson, heimsækir staðinn í London reglulega og rekur einmitt inn nefið þegar blaðamaður er um það bil að sökkva tönnunum í safaríkan hamborgara. „Er hann ekki góður? Þetta eru bestu Búlluborgararnir, þeir eru betri hér en heima,“ fullyrðir Tommi og pantar sér steikarborgara. Blaðamaður getur ekki annað en samsinnt, enda með munninn fullan af gómsætum breskum Búlluborgara, með bernaise.

„Við fáum kjötið frá HG Walter, verðlaunuðum slátrara í Skotlandi. Angus kjötið er af nautgripum sem ganga frjálsir og nærast á grasi eingöngu. Það skiptir miklu máli því ef dýrinu líður ekki vel verður kjötið af því ekki gott,“ segir Siggi.

„Í hefðbundna borgarann okkar notum við það sem hér kallast „chuck“ og er hluti af framhryggnum. Við það er svo bætt a.m.k. 20% fitu. Fituinnihaldið er mjög mikilvægt því að fitan gerir borgarann bæði safaríkari og bragðbetri. Við látum hakka kjötið frekar gróft, tvisvar sinnum í gegnum 8mm plötu, og síðan er borgarinn handpressaður sem gerir það að verkum að hann verður mun lausari og engin hætta á að hann verði seigur.

Ólíkt því sem menn þekkja kannski með steikur, þar sem best er að láta kjötið ná stofuhita fyrir eldun, er best að hamborgarinn sé sem allra kaldastur. Mikilvægt er að grillið sé sjóðheitt, til að það myndist góð steikarskorpa áður en hann eldast alla leið í gegn. Við tvískiptum grillinu okkar, öðru megin er það blússandi heitt og þar setjum við borgarann fyrst. Svo er hann kryddaður með salti og pipar. Aldrei setja salt í kjötið áður en borgarinn er pressaður. Borgarinn er grillaður snöggt og vel á fyrstu hliðinni þar til hann er gullinbrúnn og fallegur, þá er honum snúið við og brúnaður hinum megin. Því næst færum við hann á hinn hluta grillsins, sem er ekki jafn heitur, og þar er hann eldaður þar til hann er fallega „medium“. Þá er hann settur í hvíld á volgan stað í um 2 mínútur. Allt tekur þetta um 10 til 12 mínútur,“ segir Siggi.

mbl.is/Ingibjörg Rósa

Bloggað um fréttina

Innlent »

Góð stund í firðinum

08:18 Ungmennakvöld, pub quis, kubbakeppni, froðugaman, bryggjuball og tónleikar eru meðal þess sem verður á bæjarhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“. Meira »

Sendi boð úr neyðarsendi

07:59 Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffjögur í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Meira »

Sjaldgæft að breytt sé ákvörðun

07:57 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að það sé ekki algengt að embætti ríkissaksóknara felli niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í sakamáli en slíkt gerist þó. Meira »

Sótt í 90% íbúðalán

07:37 Tveir lánveitendur veita nú allt að 90% íbúðalán og segja talsverða eftirspurn vera eftir slíkum lánum.  Meira »

United Silicon greiðir milljarð í skuld

07:27 United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Þriggja manna gerðardómur kvað upp úrskurð þess efnis á mánudag. Meira »

Hiti víða í 13 til 25 stig í dag

07:06 Hiti fer víða í 13 til 25 stig í dag og verður hlýjast inn til landsins en heldur svalara eystra þar sem þokuloft lætur á sér kræla. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því sólin skín og ekki er ský að sjá á himni. Gott veður verður á öllu landinu í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Ölfusárbrú lokuð fram eftir morgni

06:43 Lokað verður fyrir umferð inn á Ölfusárbrú fram til klukkan 8 eða 9 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Toyota Avensis 2014 ek 36000 km
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 36000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
Bella 530 Excel hraðbátur
Bella 530 Excel hraðbátur. Vandað harðviðardekk. Mercury 135 hp optimax mótor, ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...