Er besti Búlluborgarinn í London?

Búllan í London.
Búllan í London. mbl.is/Ingibjörg Rósa

Við fengum góðan slátrara í Skotlandi, sem fær kjöt frá litlum býlum þar og svo látum við hann meðhöndla kjötið á svolítið sérstakan hátt. Við ætluðum fyrst að finna kjöt sem líktist kjötinu í hamborgurunum heima en ákváðum svo einfaldlega að finna besta mögulega kjötið og duttum niður á þetta eftir margra daga smökkun frá hátt í tuttugu slátrurum,“ segir Sigurður, sem alltaf er kallaður Siggi. Hann starfaði á Búllunni á Íslandi í sex vikur áður en hann flutti út með fjölskylduna til að byggja upp staðinn í London og líkar vel. „Hamborgaramenningin í London hefur stökkbreyst á síðasta áratug, þeir hafa farið úr þessum mikið unnu, hálfgerðu fars-borgurum í það sem kallast „gourmet-fast-food“ hamborgara.“

Samkeppnin var því sannarlega til staðar og skammt frá Búllunni í Marylebone eru tveir aðrir vinsælir hamborgarastaðir, Búllan virðist þó njóta góðs af því ef eitthvað er. „Þetta svæði er stundum kallað „The Golden Hamburger Triangle,“ segir Siggi en þótt Tommi‘s Burger Joint taki einungis 24 í sæti eru daglega seldir á bilinu 250-480 hamborgarar. „Við erum með mjög mikið af fastakúnnum, Marylebone er þannig hverfi, íbúarnir halda tryggð við það. Eins kemur mikið af skólakrökkum hingað og svo dettur inn fólk sem hefur lesið um okkur og vill prófa. Íslendingar koma hins vegar ekki jafn mikið og ég hafði búist við, en þó oftast einhver á hverjum degi.“

Húsnæðið á Marylebone Lane er einungis tímabundið og mun Tommi‘s Burger Joint loka staðnum eftir páska og flytjast á nýjan og betri stað í sama hverfi þar sem opnað verður í maí eða júní.

Aðdáendur hamborgaranna þurfa þó ekki að örvænta því í millitíðinni opnar Tommi annan stað í byrjun apríl austar í stórborginni, í Boxpark í Shoreditch hverfinu.

Tommi sjálfur, Tómas A. Tómasson, heimsækir staðinn í London reglulega og rekur einmitt inn nefið þegar blaðamaður er um það bil að sökkva tönnunum í safaríkan hamborgara. „Er hann ekki góður? Þetta eru bestu Búlluborgararnir, þeir eru betri hér en heima,“ fullyrðir Tommi og pantar sér steikarborgara. Blaðamaður getur ekki annað en samsinnt, enda með munninn fullan af gómsætum breskum Búlluborgara, með bernaise.

„Við fáum kjötið frá HG Walter, verðlaunuðum slátrara í Skotlandi. Angus kjötið er af nautgripum sem ganga frjálsir og nærast á grasi eingöngu. Það skiptir miklu máli því ef dýrinu líður ekki vel verður kjötið af því ekki gott,“ segir Siggi.

„Í hefðbundna borgarann okkar notum við það sem hér kallast „chuck“ og er hluti af framhryggnum. Við það er svo bætt a.m.k. 20% fitu. Fituinnihaldið er mjög mikilvægt því að fitan gerir borgarann bæði safaríkari og bragðbetri. Við látum hakka kjötið frekar gróft, tvisvar sinnum í gegnum 8mm plötu, og síðan er borgarinn handpressaður sem gerir það að verkum að hann verður mun lausari og engin hætta á að hann verði seigur.

Ólíkt því sem menn þekkja kannski með steikur, þar sem best er að láta kjötið ná stofuhita fyrir eldun, er best að hamborgarinn sé sem allra kaldastur. Mikilvægt er að grillið sé sjóðheitt, til að það myndist góð steikarskorpa áður en hann eldast alla leið í gegn. Við tvískiptum grillinu okkar, öðru megin er það blússandi heitt og þar setjum við borgarann fyrst. Svo er hann kryddaður með salti og pipar. Aldrei setja salt í kjötið áður en borgarinn er pressaður. Borgarinn er grillaður snöggt og vel á fyrstu hliðinni þar til hann er gullinbrúnn og fallegur, þá er honum snúið við og brúnaður hinum megin. Því næst færum við hann á hinn hluta grillsins, sem er ekki jafn heitur, og þar er hann eldaður þar til hann er fallega „medium“. Þá er hann settur í hvíld á volgan stað í um 2 mínútur. Allt tekur þetta um 10 til 12 mínútur,“ segir Siggi.

mbl.is/Ingibjörg Rósa

Bloggað um fréttina

Innlent »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Lykill ehf. í söluferli

16:47 Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018. Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...