Ný þróun í skjálftavirkninni

Stjörnur tákna jarðskjálfta sem mælast þrír á stærð eða stærri.
Stjörnur tákna jarðskjálfta sem mælast þrír á stærð eða stærri. Mynd/Veðurstofa Íslands

Ný þróun er í skjálftavirkninni á Norðurlandi. Upp úr klukkan níu í kvöld fór að bera á skjálftavirkni suðaustan við virknina í dag og er nú aðalvirknin um 33 km ASA af Grímsey. Enn er talsvert um skjálfta á milli 3 og 4 að stærð.

Klukkan 22:07 varð skjálfti að stærðinni 4,0 og klukkan 22:52 varð annar skjálfti þá að stærðinni 4,7. Klukkan 23:04 varð svo skjálfti að stærðinni 4,4. Allir voru þeir um 31 km ASA af Grímsey. Þó nokkrir skjálftar hafa mælst í kringum 4 að stærð.

Skjálftarnir hafa fundist víða á Norðurlandi, allt frá Akureyri og að Þórshöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert