Um þúsund störf í kjúklingaframleiðslu

mbl.is

Kjúklingabændur segja Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, fara með rangt mál þegar hann talar um nokkra tugi starfa í kjúklingaframleiðslu.

Hið rétta sé að um 250 starfsmenn séu fastráðnir hjá þeim þremur sláturleyfishöfum sem starfi í kjúklingaframleiðslu. Ef óbein störf eru tekin með megi leiða líkur að því að þetta geti verið rúmlega 1000 manns sem hafa hag af atvinnugreininni.

Þetta er bara kjúklingaræktin, svínaræktin kemur svo til viðbótar,segir Matthías H. Guðmundsson, formaður félags kjúklingabænda, í tilefni af ummælum Andrésar um kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu á Íslandi.

Segir Aðalstein misskilja orð sín

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert