Jörð skelfur enn

Staðsetning síðustu skjálfta. Mynd fengin af vef Veðurstofunnar.
Staðsetning síðustu skjálfta. Mynd fengin af vef Veðurstofunnar.

Jörð skelfur enn í nágrenni Grímseyjar. Skömmu fyrir miðnætti varð skjálfti sem mældist 3,5 stig og rúmri klukkustund síðar varð annar skjálfti sem mældist 3,2 stig, samkvæmt yfirförnum niðurstöðum sem er að finna á vef Veðurstofu Íslands.

Fjölmargir skjálftar hafa orðið á svæðinu í nótt, flestir undir þremur að stærð.

Í gær sögðu jarðfræðingar hjá Veðurstofunni að búast mætti við að önnur stór hrina myndi fylgja þeirri sem hófst  fyrr í þessari viku, en það dró heldur úr henni í gær.

Nánar á vef Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert