Enginn Jón Jónsson síðustu þrjátíu ár

Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir kona hans.
Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir kona hans. mbl.is/Kristín Sigurrós

Engum hefur verið gefið nafnið Jón Jónsson hér á landi frá árinu 1982. Síðasti maðurinn til þess að fá nafngiftina fæddist 9. júní árið 1982 og er því á þrítugasta og fyrsta aldursári.

Síðan hafa fjölmargir verið nefndir Jón Jónsson en þeim hefur öllum verið gefið millinafn. Jón er algengasta karlmannsnafn landsmanna. Samkvæmt vef Hagstofunnar báru 5.371 nafnið Jón hinn 1. janúar árið 2012, 4.321 báru nafnið Gunnar og 4.056 nafnið Guðmundur.

Þó að Jónsnafnið sé vinsælt eru fáir í sömu stöðu og bræðurnir og nafnarnir Jón og Jón Gísli Jónssynir. „Við höfum fengið að heyra það öðru hverju að þetta sé svolítið skrítið,“ segir Jón Jónsson, sonur Jóns Gústa Jónssonar og Ásdísar Jónsdóttur. Hann segir að þeim bræðrum hafi lítið verið strítt á nafngiftinni. ,,Það var helst vesen þegar maður var með ávísun frá pabba í gamla daga. Þá gat tekið smátíma að fá ávísuninni skipt í banka. Það þótti kannski ekki mjög trúverðugt að við hétum báðir Jón,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert