Jón Jónsson lét skíra sig sjálfur

Jón Jónsson.
Jón Jónsson. Aðsent

Yngsti Íslendingurinn sem ber nafnið Jón Jónsson er á þrítugasta og fyrsta aldursári. Jón valdi sér sjálfur þetta nafn þegar hann var 12 ára gamall. Frá árinu 1982 hafa allir Jónar Jónssonar landsins borið millinafn. Jón er algengasta karlmannsnafnið á Íslandi.

Kallaður Lilli til 6 ára aldurs 

Yngsti Jón Jónsson þjóðarinnar er þrítugur og hefur verið búsettur í Danmörku í níu ár. Þar hefur hann starfað sem málari en er nú í námi. „Ég var ekki skírður fyrr en ég var 12 ára og ég skírði mig eiginlega sjálfur Jón Jónsson. Það var einhver gleymska hjá foreldrum mínum með það að skíra mig. Þegar ég fór í 6 ára bekk þá spurði kennarinn hvað ég hét, en ég vissi það ekki þar sem ég var alltaf kallaður Lilli þegar ég var lítill.  Pabbi minn heitir Jón og á endanum sagði ég bara að ég héti Jón eins og pabbi. Svo skírði ég mig þetta formlega þegar ég var 12 ára,“ segir Jón.

Skírnarfötin orðin heldur lítil 

Jón var skírður svo hægt væri að ferma hann ári síðar, enda er gjarnan talað um að ferming sé staðfesting skírnar. „Ég var skírður eins og aðrir, með vígðu vatni og tilheyrandi,“ segir Jón sem er einn fárra sem man eftir skírn sinni. „Ættarskírnarfötin voru að vísu orðin heldur lítil,“ segir Jón.

 Hann segir nafnið hafa vakið athygli margra þegar hann var yngri. „Fólk spurði oft mikið um nafnið og fannst svolítið fyndið að ég héti Jón Jónsson,“ segir Jón.    

Sjá einnig:

Enginn Jón Jónsson í þrjátíu ár

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert