Gististaðir spretta upp í borginni

Nýja hótelið og hostelið Hlemmur Square er beint við hliðina …
Nýja hótelið og hostelið Hlemmur Square er beint við hliðina á strætómiðstöðinni Hlemmi. mbl.is/Styrmir Kári

Alls eru 203 hótel, gistiheimili, heimagistingar og íbúðir með starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur auk tjaldsvæðisins í Laugardal. Þá eru tuttugu aðilar til viðbótar með umsókn í vinnslu samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Tveir nýir gististaðir bættust í sívaxandi flóru slíkra staða í Reykjavík í vikunni. Annars vegar er um að ræða Hlemm Square hótel og hostel á Laugavegi 105 og hins vegar Farfuglaheimilið Loft í Bankastræti 7.

Alls bætast þannig um 350 gistipláss auk 17 hótelherbergja við gistirými í Reykjavík. Þá er von á 105 herbergjum til viðbótar þegar nýtt KEA-hótel opnar við Suðurlandsbraut í júní, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert