Harðindavetur og heyskortur

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við erum búnir að eiga við snjó síðan 10. september eða í um átta mánuði. Það er dálítið langur tími,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka 1 og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Snjór og klaki er víða yfir túnum. Þórarinn hafði heyrt að slæmt ástand væri í Fljótunum og í Skagafirði utanverðum og allt á kafi í snjó. Í Eyjafirði er ástandið verst í firðinum utanverðum, bæði að austan og vestan. Gríðarmikill snjór er í Svarfaðardal og á Árskógsströnd. Feiknaleg svellalög eru í Hörgárdal. Mjög mikill snjór er í Fnjóskadal og öll Suður-Þingeyjarsýsla að segja má undir snjó, nema Tjörnesið. Einnig er snjór og svellalög í kringum Egilsstaði á Héraði og á Jökuldal.

Margir bændur eru orðnir mjög heylitlir. Sumir eiga hey og hafa miðlað öðrum. Hey hefur verið flutt sunnan úr Rangárvallasýslu og vestan úr Borgarfirði og Dölum. „Við höfum líka gefið kögglað bygg og kjarnfóður,“ sagði Þórarinn. Hann sagði þetta fóður vissulega vera dýrt en féð fóðrist virkilega vel á því og með þessu geti menn sparað heyið.

„Þetta eru náttúruhamfarir“

Allar girðingar eru á kafi á stórum svæðum og vafalaust margar ónýtar. Girðingar fóru mjög illa í óveðrinu 10. september sl. Svo fóru þær mjög illa þegar gerði mikinn byl í byrjun nóvember. Girðingar sem komnar eru undan undan snjó líta illa út.

„Það þarf að fara í mikla girðingavinnu. Ég veit bara ekki hvernig við förum að því um leið og við stöndum í sauðburði, en við leysum það einhvern veginn,“ sagði Þórarinn.

Margir bændur á þessum svæðum misstu fé í áhlaupinu í september. „Sums staðar var minni ásetningur vegna þess að menn sáu fram á að eiga ekki fóður. Þeir sem fóru verst út úr óveðrinu í haust og misstu margt fé eru þeir sömu og búa við mestu harðindin nú,“ sagði Þórarinn. „Það er ekkert annað að gera en að berjast áfram. Það hefur aldrei orðið svo mikið myrkur að það birti ekki aftur. Vissulega tekur þetta á en við verðum að styðja hver annan í að komast í gegnum þetta. Þetta eru náttúruhamfarir.“

Veðrið næsta hálfa mánuðinn getur skipt sköpum um framhaldið. „Ef við fáum gott veður í byrjun maí þá gerast hlutirnir hratt. Það myndi bjarga okkur mikið,“ sagði Þórarinn. Sauðburður hefst fyrir alvöru upp úr næstu mánaðamótum. Þórarinn sagði bændur vera farna að huga að því hvað gera eigi við lambféð. Ekki er hægt að setja það út nema snjóinn taki upp. Taki snjóinn upp þá eru girðingar víða ónýtar. En það dugar ekki að leggja árar í bát.

„Við verðum að blása lífi hver í annan og klappa hver öðrum á bakið til að komast í gegnum svona verkefni. Það er ekkert annað í boði hjá okkur,“ sagði Þórarinn.

Innlent »

Refsing fyrir mútur verði þyngd

14:41 Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um glæpi og fíkniefni (UNODC) hvetur íslensk stjórnvöld til að vinna áfram að lagabreytingum sem hafa verið í undirbúningi um að þyngja hámarksrefsingu fyrir mútuboð til opinberra starfsmanna og refsingar fyrir mútubrot í einkageiranum. Meira »

Spínat innkallað vegna aðskotahlutar

14:29 Innes ferskvörusvið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ákveðið að kalla inn spínat í 150 og 500 gramma einingum. Það er gert vegna gruns um aðskotahlut. Meira »

„Við höldum okkar striki“

14:22 „Við teljum að við höfum skýra málefnastöðu sem er mótvægi við stefnu fráfarandi ríkisstjórnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, í samtali við mbl.is. Landsfundur Vinstri grænna fer fram 6.-8. október. Meira »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
KTM 990 adventure árg 2010
Til sölu þetta frábæra ferðahjól. Græjan til að ferðast um Íslanda. Gott bæði á ...
Krossgátublaðið Frístund
Nýtt hefti á sölustöðum. www.fristund.net...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...