Heimsókn Jóhönnu og Jónínu hafði áhrif

Forsætisráðherra hjónin Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir á gangi um …
Forsætisráðherra hjónin Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir á gangi um Forboðnu borgina.

Tvær ungar konur gengu í hjónaband fyrir fyrir framan kirkju í kínversku borginni Guangzhou á miðvikudag. Að þeirra sögn var það heimsókn forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, til landsins sem hafði áhrif á þessa ákvörðun þeirra. Fjallað er um þetta í Times of India. 

Konurnar voru báðar í brúðarkjólum og skiptust þær á hringum fyrir utan kirkjuna. Þær hvöttu vegfarendur sem fylgdust forviða með að sýna umburðarlyndi gagnvart hjónaböndum samkynhneigðra.

Vonast konurnar til þess að heimsókn Jóhönnu og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, til Kína hafi þau áhrif að opnað verði fyrir umræðuna um hjónabönd samkynhneigðra í Kína.

Samkynhneigðum er ekki heimilt að ganga í hjónaband í Kína og allt til ársins 2011 var samkynhneigð álitin geðveila og brotleg við lög til ársins 1997.

En þúsundir samkynhneigðra para eru í sambúð í Kína og einhver þeirra eru í skráðri sambúð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert