„Ekkert samhengi þar á milli“

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að hann vilji að Gestur Jónsson verði verjandi sinni í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum vegna markaðsmisnotkunar. Hann segir að ekkert samhengi sé milli þessa máls og Al Thani málsins.

Gestur var skipaður verjandi Sigurðar í svokölluðu Al Thani máli, en hann sagði sig frá málinu í byrjun apríl vegna þess að hann treysti sér ekki til að standa að vörn málsins.

Sigurður segir að krafa saksóknara sé mjög óvenjuleg. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Gestur geti varið sig í þessu máli þó að hann hafi sagt sig frá Al Thani málinu. „Það er ekkert samhengi þar á milli.“

Arngrímur Ísberg héraðsdómari hafnaði kröfu saksóknara, en hann kærði þann úrskurð strax til Hæstaréttar.

Arngrímur sagði þegar saksóknari og verjandi tókust á um þetta mál í morgun. „Verður þetta ekki kært eins og allt annað í þessu máli?“

Einhver bið verður á að aðalmeðferð fari fram í málinu. Ágreiningur er um framlagningu gagna og einnig verður þess krafist að málinu verði vísað frá. Reikna má með að úrskurður dómarans um frávísunarkröfuna verði vísað til Hæstaréttar, en hún verður ekki tekin fyrir fyrr en það liggur ljóst fyrir hver verði verjandi Sigurðar í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert