Jóhanna kvödd með rósum

Frá Stjórnarráðinu í dag.
Frá Stjórnarráðinu í dag. mbl.is/Golli

Fjölmargir mættu í Stjórnarráðið klukkan 16 í dag til þess að kveðja Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi forsætisráðherra, með rósum og hlýjum þökkum og kveðjum. Stofnaður hafði verið hópur í þessum tilgangi á Facebook undir yfirskriftinni „Mættu með rós“ og hlýddu fjölmargir kallinu.

„Okkur hefur lengi blöskrað skítkastið og dónaskapurinn í garð þeirra sem taka að sér ábyrgðarstörf í samfélaginu og viljum því nýta þetta tækifæri til koma þakklæti okkar á framfæri og vera þannig fyrirmyndir fyrir börn okkar og barnabörn,“ segir á Facebook-síðunni.

„Við ætlum að mæta í stjórnarráðið föstudaginn 26. apríl kl. 16:00 með rauðar rósir frá okkur og afkomendum okkar sem táknrænan þakklætisvott til Jóhönnu Sigurðardóttur.“

Jóhönnu Sigurðardóttur voru þökkuð störf sín við Stjórnarráðið í dag.
Jóhönnu Sigurðardóttur voru þökkuð störf sín við Stjórnarráðið í dag. mbl.is/Golli
Fjölmargir heiðruðu Jóhönnu í dag og færðu henn rós og …
Fjölmargir heiðruðu Jóhönnu í dag og færðu henn rós og hlýja kveðju. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert