Mesta kjörsóknin var í NV-kjördæmi

mbl.is/Brynjar Gauti

Alls greiddu 193.792 atkvæði í alþingiskosningunum í gær, en það eru 81,4% þeirra sem eru á kjörskrá. Þetta er nokkuð minni kjörsókn en í alþingiskosningunum 2009, en hún var þá 85,1%.

Mest var kjörsóknin í Norðvesturkjördæmi, en þar kusu 17.833 sem eru 83,6% þeirra sem eru á kjörskrá. Litlu minna hlutfall var í Norðausturkjördæmi, þar kusu 24.224, sem eru 83,4% af kjörskrá.

52.048 greiddu atkvæði í Suðvesturkjördæmi, það eru 82,4% þeirra sem þar eru á kjörskrá og í Suðurkjördæmi kusu 27.531, eða 81,8% af kjörskrá.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður kusu 36.194 eða 80,1% á kjörskrá og í Reykjavík norður kusu 35.962 eða 78,9% á kjörskrá. Þar var kjörsókn minnst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert