Dæmdur fyrir 14,6 milljóna fjársvik

Frá Mósambík.
Frá Mósambík. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambik í 15 mánaða fangelsi fyrir 14,6 milljón króna fjársvik. Tólf mánuðir af refsingunni eru bundnir skilorði. Skaðabótakröfu Þróunarsamvinnustofnunar Íslands var vísað frá dómi.

Ákæran var í 29 liðum og maðurinn m.a. ákærður fyrir að nota fjármuni Þróunarsamvinnustofnunar til að kaupa toppgrind á bíl sinn, utanborðsmótor auk þess sem hann lét stofnunina greiða fyrir viðgerð á eigin bíl og kaupa kerru sem hann notaði sjálfur.

Hann var einnig ákærður fyrir að láta stofnunina borga flugfargjald fyrir fjölskyldumeðlimi, og fyrir að leysa til sín fjármuni frá Öryrkjabandalaginu sem ætlaðir voru til aðstoðar fötluðum í Mósambik.

Maðurinn játaði sök.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands krafðist þess að manninum yrði gert að greiða stofnunninni skaðabætur að fjárhæð 14.645.588 kr. Í niðurstöðu dómsins segir að krafan hafi ekki verið í samræmi við kröfur laga. Því hafi verið óhjákvæmilegt að vísa henni frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert