Hátíðarsamkomur víða um land

Kröfuganga á 1. maí í Reykjavík.
Kröfuganga á 1. maí í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn

Hátíðarsamkomur og kaffisamsæti verða að minnsta kosti á 38 stöðum á landinu á 1. maí í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Yfirskrift dagsins er Kaupmáttur, atvinna, velferð.

Listinn að neðan er fengin hjá Alþýðusambandi Íslands og telst ekki endilega tæmandi en um er að ræða þær samkomur sem ASÍ hefur vitneskju um.

Reykjavík

Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10. Nánari dagskrá má sjá hér.
Að loknum útifundinum á Ingólfstorgi eða kl. 15:15 hefst kaffisamsæti stéttarfélaganna í Reykjavík. Þau verða á eftirtöldum stöðum:

Byggiðn:  Grand hótel  (setrið).

Efling; Valsheimilið á Hlíðarenda.

FBM: Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.

FIT: Grand hótel  (setrið).

Rafiðnaðarsamband Íslands; Rafiðnaðarskólinn Stórhöfða 27, gengið inn að neðanverðu.

MATVÍS: Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.

VR: Harpan (1. hæð).

VM: Gullhamrar, Grafarholti.

BSRB: Grettisgata 89

KÍ: Grand hótel.

Hafnarfjörður

Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6 kl. 13:30 og leggur kröfugangan af stað kl. 14. Hálftíma síða hefst hátíðarfundur í Hraunseli, Flatahrauni 3.
Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein
Ávarp dagsins: Karl Rúnar Þórsson Formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
Ræða: Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands
Skemmtiatriði: Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson
Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum

Akranes

Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga.
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins: Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
Tónlistaratriði og kaffiveitingar
Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00

Borgarnes

Hátíðarhöldin verða í Hjálmakletti og hefjast kl. 14.00
Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ flytur ávarp
Ræða dagsins: Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Tónlistar- og dansatriði.
Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins og síðast en ekki síst verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.

Dalabyggð

Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Leifsbúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins. Dagskráin hefst kl.15:00.
Ávarp dagsins:  Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ
Skemmtikraftar:  Samkórinn Vorboðinn og Jóhannes Kristjánsson eftirherma stíga á stokk. Gestum verður boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni

Ísafjörður

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollagötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.
Ræðumaður: Sigurður Bessason formaður Eflingar stéttarfélags
Tónlistaratriði
Pistill dagsins: Elsa Arnardóttir forstöðumaður Fjölmenningarseturs.
Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Suðureyri

Kröfuganga frá Brekkukoti kl. 14:00.
Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga.
Ræða dagsins  - Söngur og hljóðfæraleikur.

Blönduós

Hátíðin hefst í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 15.00.

Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu sem USAH sér um.

Ræðumaður dagsins: Hlédís Sveinsdóttir , bóndadóttir og eigandi  kindur.is

Tónlistaratriði

Bíósýning fyrir börnin.

<br/><strong>Skagafjörður</strong>

Hátíðardagskráin hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Ræðumaður: Unnar Rafn Ingvarsson skjalavörður.
Að venju verður boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð og að þessu sinni verða skemmtiatriði í höndum 10. bekkjar Varmahlíðarskóla og Kórs eldri borgara,auk þess sem Geirmundur Valtýsson leikur fyrir veislugesti.

Akureyri

Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 14:00. Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Happdrættismiðar afhentir göngufólki
Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Óskar Þór Vilhjálmsson, fulltrúi SFR stéttarfélags í almannaþjónustu.
Aðalræða dagsins Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu
Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu
Skralli trúður verður á staðnum og dregur út skemmtilega happdrættisvinninga
Leikfélag Dalvíkur flytur atriði úr sýningunni Eyrnalangur og annað fólk
Hjalti og Lára Sóley spila og syngja

Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 15:00 til 17:30
Ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna flytur Margrét Jónsdóttir
Kaffiveitingar

Húsavík

Hátíðarhöldin hefjast í íþróttahöllinni kl. 14. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá sem sjá má hér.

Þórshöfn

1.maí býður Verkalýðsfélag Þórshafnar, gestum og gangandi frítt í sali og sund í íþróttahúsinu og súpu og brauð í hádeginu.
Opið frá 11 - 14. Allir velkomnir.

Vopnafjörður

Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar.
Ræðumaður: Kristján Magnússon

Borgarfjörður eystri

Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00
Kvenfélagið Eining sér  um veitingar.
Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfjörður

Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.  
8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Egilsstaðir

Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00
Morgunverður  og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Reyðarfjörður

Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.
9. bekkur  sjá um kaffiveitingar  og Tónskóli Reyðarfjarðar sjá um tónlistaratriði.
Ræðumaður:  Fanney Jóna Gísladóttir

Eskifjörður

Hátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.
Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði: Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður: Ragna Hreinsdóttir

Neskaupstaður

Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00.
Félag eldriborgara sjá um kaffiveitingar.
Ræðumaður: Valgerður Sigurjónsdóttir

Fáskrúðsfjörður

Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00 
Kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Stöðvarfjörður

Hátíðarkaffi verður í Grunnskóla Stöðvarfjarðar  kl. 15:00
Tólistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður: Þröstur Bjarnason

Breiðdalsvík

Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00
Kaffiveitingar og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Djúpavogur

Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 10:30
Morgunverður og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Hornafjörður

Hátíðardagskrá á Hótel Höfn frá kl. 14:00
Lúðrasveit Hornafjarðar, kaffiveitingar, tónlistaratriði
Ræðumaður: Herdís Waage

Selfoss

Hátíðarganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 11:00. Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.
Lagt verður af stað frá Tryggvatorgi og gengið eftir Austurvegi.
Kynnir Halldóra S. Sveinsdóttir
Hátíðarræða Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB
Guðmundur Snæbjörnsson nemandi Menntaskólanum á Laugarvatni
Lalli töframaður og Ingó veðurguð
Kaffi og með því á staðnum

Vestmannaeyjar

Alþýðuhúsið opnar kl. 15:00 með kaffisamsæti.
Lúðrasveit Vestmannaeyja og Tónskóli Vestmannaeyja sjá um skemmtiatriði.
Ræðumaður dagsins er Friðrik Björgvinsson f.v. formaður vestmannaeyjadeildar VM.

Reykjanesbær

Hátíðardagskrá hefst í Stapa kl. 14:00.
Setning Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja.
Ræða dagsins; Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.
Tónlistaratriði og kaffiveitingar.
Börnum boðið á bíósýningu í Sambíó Keflavík kl. 13:30

1. maí á Akureyri.
1. maí á Akureyri. Skapti Hallgrímsson
Kröfuganga.
Kröfuganga. mbl.is/ÞÖK
Kröfuganga í Reykjavík 1. maí 2007.
Kröfuganga í Reykjavík 1. maí 2007. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert