Öryrkjar minna formenn á loforðin

Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Ómar Óskarsson

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru minntir á loforð um að draga til baka skerðingar sem lífeyrisþegar máttu þola árið 2009.

„Rétt er að minna á að frumvarp sem nú liggur fyrir um almannatryggingar vinnur gegn markmiðum sínum og festir í sessi skerðingar á lífeyri og lögbindur rangtúlkanir reglugerða.

Öryrkjabandalag Íslands hvetur því tilvonandi ríkisstjórn Íslands til að vinda ofan af þessum óréttlátu aðgerðum og sýna í verki að við búum í velferðarþjóðfélagi,“ segir í yfirlýsingu frá bandalaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert