Blekkingarleikur fyrir opnum tjöldum

Lýður og Bjarnfreður.
Lýður og Bjarnfreður. Árni Sæberg

Traust almennings á íslenska hlutabréfamarkaðnum minnkaði, brotið var bíræfið, stórfellt og ekki hægt að brjóta með alvarlegri hætti gegn hlutafélagalögum. Ef einhvern tíma ætti að fullnýta refsirammann væri það í þessu tilviki. Þetta sagði sérstakur saksóknari við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.

Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni lauk í gær. Finna má fréttir af aðalmeðferðinni, skýrslutökum yfir ákærðu og vitnum í knippi hér. Ákæruna í málinu má svo lesa hér.

Í inngangi eru rifjuð upp orð Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, sem hann viðhafði, eða sambærileg orð, í málflutningsræðu sinni. Einmitt vegna þessarar orðræðu var þeim mun sérstakara þegar saksóknari krafðist 18 mánaða fangelsisvistar yfir Lýði. Brotin sem Lýður er ákærður fyrir varða hins vegar allt að tveggja ára fangelsi. 

Stjórnin mötuð af röngum upplýsingum

Eins og fram kemur í ákæru er Lýður ákærður fyrir að hafa sem stjórnarmaður í BBR keypt nýtt hlutafé í Exista á undirvirði, eða 50 milljarða hluta fyrir 1 milljarð hluta í félaginu Kvakki. Það telst brot gegn 1. mgr. 16. gr. laga um hlutafélög þar sem segir að greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnvirði.

Sérstakur saksóknari sagði ljóst að Lýður hafi ráðið för frá upphafi. Hann var starfandi stjórnarformaður Exista og hafi því verið beggja vegna borðsins. Með blekkingum hafi Lýði tekist að fá stjórn Exista til að samþykkja hlutafjárhækkun upp á 50 milljarða hluta, ganga til samninga við hann sjálfan og skrifa undir greiðslu upp á 1 milljarð hluta í Kvakki fyrir 50 milljarða hluta.

Hann benti á að stjórnarfundurinn þar sem þessar ákvarðanir voru teknar hafi verið boðaður með stuttum fyrirvara, hann hafi verið haldinn í síma og stjórnarmenn hafi fengið gögn seint í hendur. Stjórnarmönnum hafi því ekki gefist tóm til að kynna sér málið til hlítar. Þess í stað hafi þeir verið mataðir af röngum upplýsingum sem hafi leitt til þess að stjórnin hafi tekið ákvörðun um hlutafjárhækkunina og samninginn við BBR á röngum forsendum. Og þó svo Lýður hafi vikið sæti á fundinum þá leysi það hann ekki undan ábyrgð á ákvörðuninni.

Þrjú ljón í veginum

Sérstakur saksóknari sagði hlutafjárhækkunina og viðskiptin við BBR ólögmæt. Þrátt fyrir að tilkynningar hafi verið sendar til fyrirtækjaskrár, kauphallarinnar og fjölmiðla þar sem viðskiptin eru tilgreind hafi það engin áhrif í málinu heldur sýni aðeins hversu ósvífið brotið var. Vísvitandi hafi verið látið reyna á að þetta myndi heppnast. Blekkingarleikurinn hafi verið leikinn fyrir opnum tjöldum.

Og ástæðan fyrir því að Lýður kom þessu í kring. Sérstakur sagði ástæðuna þá að Lýður og Bróðir hans voru að missa yfirráð yfir Exista til Kaupþings. Með þessum hætti hafi þeim tekist að þynna út hlut Kaupþings og halda yfirráðum. Þrjú ljón hafi verið í veginum; stjórn Exista, fyrirtækjaskrá og Kaupþing. Stjórnin hafi verið blekkt, fyrirtækjaskrá hafi verið blekkt og Kaupþing reyndi að gera athugasemdir en hvorki Kauphöllin né fyrirtækjaskrá tóku þær til greina.

Sérstakur saksóknari sagði að um tilhæfulausa hlutafjárhækkun upp á 50 milljarða hluta hafi verið að ræða og það hafi ekki verið til að bæta hag Exista heldur til að tryggja yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssonar. Um sé að ræða stórfellt brot og hæfileg refsing sé 18 mánaða fangelsi.

Lýður ákærður sem kaupandi en ekki seljandi

Næstur tók Gestur Jónsson, verjandi Lýðs til máls. Snemma í ræðu sinni sagði Gestur: „Eftir ræðu saksóknara er ég í svolitlum vanda. Skjólstæðingur minn er ákærður fyrir kaup en saksóknari sækir að honum með umfjöllun um þann sem seldi.“ Þar vísaði Gestur til þess að Lýður er ákærður, skv. ákæruskjali, fyrir að hafa greitt undirverð fyrir bréfin í Exista en sérstakur saksóknari hafi í ræðu sinni látið eins og Lýður væri ákærður fyrir að selja bréfin á undirverði.

Gestur gagnrýndi einnig ræðu sérstaks saksóknara og sagði bununa hafa staðið út úr honum án þess að vísað væri til skjala eða framburða vitna. Sönnun sé ekki fengin með því að slengja fram ásökunum eins og þær séu algild sannindi. Þannig hafi sérstakur saksóknari skautað framhjá viðurkenndum aðferðum við sönnun og með óvenjulegum hætti.

Hann sagði ljóst að Lýður hafi vikið sæti í stjórn Exista þegar ákvörðun um hlutafjárhækkunina og viðskiptin við BBR voru samþykkt. Enda sé Lýður ekki ákærður fyrir að hafa setið þeim megin borðsins. Hann sé hins vegar ákærður fyrir að hafa greitt minna en nafnverð fyrir hlutabréfin. Það gangi ekki upp þar sem það sé seljandans að bera ábyrgð á söluandvirði bréfanna. Því hafi sérstökum saksóknara borið að ákæra stjórn Exista sem tók ákvörðun um að ganga til samninga við BBR.

Gestur sagði að ef sérstakur saksóknari hefði ákært stjórn Exista vegna ákvörðunar um að selja bréfin á undirverði hefði hugsanlega verið hægt að ákæra Lýð fyrir hlutdeilt í verknaðinum. Þar sem stjórn Exista hafi hins vegar ekki verið ákærð sé hins vegar ekki einu sinni hægt að sakfella Lýð fyrir hlutdeildarbrot.

„Skyldan til að fara að lögum við sölu hlutafés í Exista hvíldi á þeim sem komu fram fyrir hönd félagsins, ekki öðrum,“ sagði Gestur og bætti við að engin vafi léki á því að Lýði yrði ekki gerð refsing fyrir athafnir sem hann vann fyrir BBR í viðskiptum við Exista. Ábyrgðin liggi hjá stjórn Exista en ekki viðsemjandanum. Þetta sé kristaltært.

Ólafur Þór Hauksson ásamt aðstoðarfólki sínu.
Ólafur Þór Hauksson ásamt aðstoðarfólki sínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Sér til sólar á Norðaustur og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að það sjá til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

„Hér hristist allt og titraði“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt, sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugagarðinum. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Er með nokkra gæða íslenska stálstóla, þessa gömlu góðu á 12,500 kr, stykkið, N...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...