Blekkingarleikur fyrir opnum tjöldum

Lýður og Bjarnfreður.
Lýður og Bjarnfreður. Árni Sæberg

Traust almennings á íslenska hlutabréfamarkaðnum minnkaði, brotið var bíræfið, stórfellt og ekki hægt að brjóta með alvarlegri hætti gegn hlutafélagalögum. Ef einhvern tíma ætti að fullnýta refsirammann væri það í þessu tilviki. Þetta sagði sérstakur saksóknari við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.

Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni lauk í gær. Finna má fréttir af aðalmeðferðinni, skýrslutökum yfir ákærðu og vitnum í knippi hér. Ákæruna í málinu má svo lesa hér.

Í inngangi eru rifjuð upp orð Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, sem hann viðhafði, eða sambærileg orð, í málflutningsræðu sinni. Einmitt vegna þessarar orðræðu var þeim mun sérstakara þegar saksóknari krafðist 18 mánaða fangelsisvistar yfir Lýði. Brotin sem Lýður er ákærður fyrir varða hins vegar allt að tveggja ára fangelsi. 

Stjórnin mötuð af röngum upplýsingum

Eins og fram kemur í ákæru er Lýður ákærður fyrir að hafa sem stjórnarmaður í BBR keypt nýtt hlutafé í Exista á undirvirði, eða 50 milljarða hluta fyrir 1 milljarð hluta í félaginu Kvakki. Það telst brot gegn 1. mgr. 16. gr. laga um hlutafélög þar sem segir að greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnvirði.

Sérstakur saksóknari sagði ljóst að Lýður hafi ráðið för frá upphafi. Hann var starfandi stjórnarformaður Exista og hafi því verið beggja vegna borðsins. Með blekkingum hafi Lýði tekist að fá stjórn Exista til að samþykkja hlutafjárhækkun upp á 50 milljarða hluta, ganga til samninga við hann sjálfan og skrifa undir greiðslu upp á 1 milljarð hluta í Kvakki fyrir 50 milljarða hluta.

Hann benti á að stjórnarfundurinn þar sem þessar ákvarðanir voru teknar hafi verið boðaður með stuttum fyrirvara, hann hafi verið haldinn í síma og stjórnarmenn hafi fengið gögn seint í hendur. Stjórnarmönnum hafi því ekki gefist tóm til að kynna sér málið til hlítar. Þess í stað hafi þeir verið mataðir af röngum upplýsingum sem hafi leitt til þess að stjórnin hafi tekið ákvörðun um hlutafjárhækkunina og samninginn við BBR á röngum forsendum. Og þó svo Lýður hafi vikið sæti á fundinum þá leysi það hann ekki undan ábyrgð á ákvörðuninni.

Þrjú ljón í veginum

Sérstakur saksóknari sagði hlutafjárhækkunina og viðskiptin við BBR ólögmæt. Þrátt fyrir að tilkynningar hafi verið sendar til fyrirtækjaskrár, kauphallarinnar og fjölmiðla þar sem viðskiptin eru tilgreind hafi það engin áhrif í málinu heldur sýni aðeins hversu ósvífið brotið var. Vísvitandi hafi verið látið reyna á að þetta myndi heppnast. Blekkingarleikurinn hafi verið leikinn fyrir opnum tjöldum.

Og ástæðan fyrir því að Lýður kom þessu í kring. Sérstakur sagði ástæðuna þá að Lýður og Bróðir hans voru að missa yfirráð yfir Exista til Kaupþings. Með þessum hætti hafi þeim tekist að þynna út hlut Kaupþings og halda yfirráðum. Þrjú ljón hafi verið í veginum; stjórn Exista, fyrirtækjaskrá og Kaupþing. Stjórnin hafi verið blekkt, fyrirtækjaskrá hafi verið blekkt og Kaupþing reyndi að gera athugasemdir en hvorki Kauphöllin né fyrirtækjaskrá tóku þær til greina.

Sérstakur saksóknari sagði að um tilhæfulausa hlutafjárhækkun upp á 50 milljarða hluta hafi verið að ræða og það hafi ekki verið til að bæta hag Exista heldur til að tryggja yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssonar. Um sé að ræða stórfellt brot og hæfileg refsing sé 18 mánaða fangelsi.

Lýður ákærður sem kaupandi en ekki seljandi

Næstur tók Gestur Jónsson, verjandi Lýðs til máls. Snemma í ræðu sinni sagði Gestur: „Eftir ræðu saksóknara er ég í svolitlum vanda. Skjólstæðingur minn er ákærður fyrir kaup en saksóknari sækir að honum með umfjöllun um þann sem seldi.“ Þar vísaði Gestur til þess að Lýður er ákærður, skv. ákæruskjali, fyrir að hafa greitt undirverð fyrir bréfin í Exista en sérstakur saksóknari hafi í ræðu sinni látið eins og Lýður væri ákærður fyrir að selja bréfin á undirverði.

Gestur gagnrýndi einnig ræðu sérstaks saksóknara og sagði bununa hafa staðið út úr honum án þess að vísað væri til skjala eða framburða vitna. Sönnun sé ekki fengin með því að slengja fram ásökunum eins og þær séu algild sannindi. Þannig hafi sérstakur saksóknari skautað framhjá viðurkenndum aðferðum við sönnun og með óvenjulegum hætti.

Hann sagði ljóst að Lýður hafi vikið sæti í stjórn Exista þegar ákvörðun um hlutafjárhækkunina og viðskiptin við BBR voru samþykkt. Enda sé Lýður ekki ákærður fyrir að hafa setið þeim megin borðsins. Hann sé hins vegar ákærður fyrir að hafa greitt minna en nafnverð fyrir hlutabréfin. Það gangi ekki upp þar sem það sé seljandans að bera ábyrgð á söluandvirði bréfanna. Því hafi sérstökum saksóknara borið að ákæra stjórn Exista sem tók ákvörðun um að ganga til samninga við BBR.

Gestur sagði að ef sérstakur saksóknari hefði ákært stjórn Exista vegna ákvörðunar um að selja bréfin á undirverði hefði hugsanlega verið hægt að ákæra Lýð fyrir hlutdeilt í verknaðinum. Þar sem stjórn Exista hafi hins vegar ekki verið ákærð sé hins vegar ekki einu sinni hægt að sakfella Lýð fyrir hlutdeildarbrot.

„Skyldan til að fara að lögum við sölu hlutafés í Exista hvíldi á þeim sem komu fram fyrir hönd félagsins, ekki öðrum,“ sagði Gestur og bætti við að engin vafi léki á því að Lýði yrði ekki gerð refsing fyrir athafnir sem hann vann fyrir BBR í viðskiptum við Exista. Ábyrgðin liggi hjá stjórn Exista en ekki viðsemjandanum. Þetta sé kristaltært.

Ólafur Þór Hauksson ásamt aðstoðarfólki sínu.
Ólafur Þór Hauksson ásamt aðstoðarfólki sínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur

Í gær, 16:00 Hjólreiðar eiga að vera raunhæfur kostur enda draga þær úr umhverfisáhrifum, lækka samgöngukostnað og minnka orkuþörf. Þetta sagði Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ávarpi sínu á ráðstefnunni Hjólum til framtíðar, sem haldin var í tilefni Samgönguviku. Meira »
Tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 20þ Upplýsingar í síma ...
Íslenskir stálstólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...