Frysting hjálpar ekki öllum

„Úrræðið hefur aðstoðað marga en frysting lána er ekki lausn sem hjálpar öllum. Hún lækkar tímabundið greiðslubyrðina en heildarkostnaðurinn eykst. Því miður eru margir ennþá þannig staddir að þeir geta ekki greitt,“ segir Ásta Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Forstjóri Íbúðalánasjóðs sagði við mbl.is á miðvikudag að frysting lána hefði ekki gagnast neinum í sjálfu sér og aðeins gert málin verri. Margir þeirra sem nú missi íbúðir á nauðungaruppboðum hafi verið með fryst lán sem nýverið runnu út.

Ásta segir í Morgunblaðinu í dag, að markmið þessa úrræðis sé að veita fólki svigrúm til að taka til í fjármálum sínum og greiða til dæmis niður yfirdráttarlán vegna tímabundinna erfiðleika eins og atvinnuleysis eða veikinda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert