Viðræður fram á kvöld og á morgun

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Kristinn Ingvarsson

Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa haldið áfram í dag á ótilgreindum stað á Suðurlandi. Munu formenn flokkanna funda fram á kvöld og aftur í fyrramálið. 

Staðfestar heimildir mbl.is herma að boðað hafi verið til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum á morgun klukkan hálf fjögur. Innanbúðarmenn segja þó að ekki eigi að lesa of mikið í það, tilgangur fundarins sé einungis sá að kynna stöðuna á viðræðunum fyrir þingflokknum.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokks, segir að ekki hafi verið boðað til þingflokksfundar hjá Framsóknarflokknum en gera megi ráð fyrir að slíkur fundur verði í vikunni. Engar frekari tímasetningar hafa þó verið ákveðnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert