Stympingar og innbrot í Eyjum

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Brotist var inn í hús við Vestmannaeyjabraut í Heimaey um helgina og þar unnar skemmdir auk þess sem myndavél var stolið. Fljótlega eftir að lögreglu var tilkynnt um glæpinn bárust böndin að manni sem tengdist húsráðanda.

Að sögn lögreglu munu húsráðandi og innbrotsþjófurinn hafa náð sáttum og verða því engir eftirmálar vegna málsins.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið, ekki síst vegna ölvunar og stympinga í skemmtanalífinu um helgina. Engar kærur hafa þó verið lagðar fram enn sem komið er og virðast engin meiðsl hafa orðið í þessum stympingum.

Þrjár kærur liggja hins vegar fyrir hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum vegna brota á umferðarlögum og er í öllum tilvikum um að ræða sektir vegna stöðubrots.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert