Líkfundur á Ströndum

Frá Kaldbaksvík á Ströndum.
Frá Kaldbaksvík á Ströndum. Ljósmynd/Arnheiður Sigurðardóttir

Sjórekið lík fannst í fjörunni í Kaldbaksvík á Ströndum í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ekki er vitað hvenær viðkomandi lést né heldur hversu lengi líkið hefur verið í fjörunni en ekki er búið í Kaldbaksvík árið um kring.

Lögreglan í Hólmavík fór þegar á vettvang eftir að tilkynnt var um líkfundinn. Kennslanefnd (ID) hefur verið gert viðvart og hafa líkamsleifarnar verið fluttar til rannsóknar hjá nefndinni. Ótímabært er að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og kennslanefndarinnar.

Kaldbakshorn gnæfir yfir Kaldbaksvík á Ströndum.
Kaldbakshorn gnæfir yfir Kaldbaksvík á Ströndum. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert