Mótmæltu ESB við fundarstaðina

Nokkrir andstæðingar inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa tekið sér stöðu bæði fyrir framan Valhöll þar sem flokksráð Sjálfstæðisflokksins fundar um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf við framsóknarmenn og við Rúgbrauðsgerðina í Borgartúni þar sem miðstjórn Framsóknarflokksins fundar.

Þess má geta að báðir verðandi ríkisstjórnarflokkar hafa það að stefnu að stöðva viðræðferlið um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og að viðræður verði ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert