Uppsagnir trúnaðarmanna á Mörkinni

Hjúkrunarheimilið Mörk.
Hjúkrunarheimilið Mörk. Morgunblaðið/Ómar

Fjölmennur fundur trúnaðarmannaráðs og félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands lýsir megnustu andúð á og mótmælir því harðlega að trúnaðarmönnum sjúkraliða á Mörkinni hjúkrunarheimili hafi verið sagt upp störfum án haldbærra skýringa eða eðlilegs lögbundins ferils. Þetta kemur fram í ályktun fundarins sem fram fór í gær.

Í lögum um trúnaðarmenn segir að þeir skuli ganga fyrir um störf og að bannað sé að segja þeim upp vegna starfa sinna sem trúnaðarmenn.  

„Í ljósi þessa er það krafa fundarins að stjórnendur stofnunarinnar biðjist afsökunar á þessum alvarlegu afglöpum opinberlega og dragi uppsagnirnar til baka strax,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert