Hálka á Mývatnsöræfum

Á Norðausturlandi er hálka á Mývatnsöræfum en hálkublettir eru á Hólasandi og í Bárðadal ófært er á Dettifossvegi, segir í upplýsingum Vegagerðarinnar.

 Um austanvert landið er þungfært á Möðrudalsöræfum en hálka er á Hárekstaðaleið, Fagradal og á Fjarðarheiði. Snjóþekja er á Vopnafjarðarheiði en hálkublettir eru á Sandvíkurheiði, Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.

Aðrar helstu leiðir á landinu eru greiðfærar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert