Síðasti ríkisráðsfundurinn

„Ég vona að það verði eins mikil kraftur í þessari ríkisstjórn [ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] og þessari sem er að fara frá,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er hún mætti á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag.

Ráðherrar fráfarandi ríkisstjórnar mættu á fundinn kl. 11. Á honum verða staðfest lög og stjórnvaldsaðgerðir og ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur lætur af störfum. 

Jóhanna segir að fráfarandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi náð góðum árangri sl. fjögur ár. 

Varðandi nýjan stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir Jóhanna að hún hafi átt von á því að sjá meira afgerandi lausnir varðandi skuldir heimilanna „sem þeir eru búnir að lofa að taka hressilega á. En við skulum sjá hvað setur.“

Jóhanna kveðst ennfremur vera ánægð með störf fráfarandi ríkisstjórnar. „Ég er sátt og ánægð, og ánægð með hvað vel hefur tekist til hjá minni ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn tekur við mjög góðu búi.“

Síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á Bessastöðum í …
Síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eggert
Jóhanna Sigurðardóttir mætir á Bessastaði.
Jóhanna Sigurðardóttir mætir á Bessastaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert