Margir sendir beint til læknis

Fjölmargir nýttu sér heilsufarsmælingar SÍBS og Hjartaheilla um helgina. Biðraðir …
Fjölmargir nýttu sér heilsufarsmælingar SÍBS og Hjartaheilla um helgina. Biðraðir mynduðust. mbl.is/Kristinn

713 manns komu þegar Hjartaheill og SÍBS buðu ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun um helgina. Dagný Erna Lárusdóttir, formaður SÍBS, segir að aðsóknin hafi verið framar vonum og alla helgina hafi verið biðröð fólks sem vildi komast að.

Gjarnan hafi hátt í hundrað manns beðið. Fimmtán hjúkrunarnemar og hjúkrunarfræðingur sinntu þeim sem komu. „Mikinn fjölda þeirra sem við mældum sendum við beint til læknis,“ segir Dagný.

Hún metur þetta svo að erfitt sé að komast til heimilislæknis. „Það kostar pening og bið. Það segir sitt að fólk skuli hafa verið tilbúið til þess að standa úti í þessum kulda til að fá ókeypis mælingu,“ segir Dagný. Tugir komust ekki að og býst Dagný við að aftur verði boðið upp á mælingu í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert