Ingólfur Geir kominn heim

Ingólfur Geir Gissurarson og Margrét Svavarsdóttir, eiginkona hans, á Keflavíkurflugvelli …
Ingólfur Geir Gissurarson og Margrét Svavarsdóttir, eiginkona hans, á Keflavíkurflugvelli í dag.

Ingólfur Geir Gissurarson, sem nýverið kleif Everest, kom til landsins í dag 29. maí á sama degi og fyrsta staðfesta Everest-toppgangan var háð, en 60 ár eru síðan Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay komust fyrstir manna á topp Mt. Everest. 

Ingólfur lenti í smá hremmingum á leið sinni á toppinn en þegar hann var í um 8.700 metra hæð þá sprakk þrýstijafnari súrefniskútsins og súrefnið flæddi óhindrað út úr kútnum. 

Ingólfur hafði heppnina með sér því Lydia Bradley, sem er fyrsta konan sem kleif topp Everest án súrefnis árið 1988, var aðeins fyrir neðan hann í fjallinu og var með auka þrýstijafnara sem Ingólfur fékk.

Ingólfur er elsti Íslendingur sem klifið hefur hæsta fjall heims og jafnframt eini íslenski afinn.  Það eru 59 dagar síðan Ingólfur fór frá Íslandi í för sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert