Stofna sjóð í minningu Örvars

Örvar Arnarson.
Örvar Arnarson.

Sjóður hefur verið stofnaður til minningar um Örvar Arnarson sem lést í fallhlífastökkslysi í Flórída 23. mars. Örvar var einn af reyndustu fallhlífastökkvurum landsins en hann lét lífið við að reyna að koma nemanda sínum til bjargar.

Í fréttatilkynningu segir að ættingjum Örvars hafi fundist við hæfi að stofna minningarsjóð í hans nafni sem hefur það hlutverk að aðstoða aðstandendur í framtíðinni sem missa ástvin í útlöndum við að koma honum heim.

Fjölskyldan kynntist því við andlát Örvars að ekki eru til neinir sjóðir sem hægt er sækja um styrk í fyrir flutning látins ástvinar heim til Íslands en þess konar flutningur hleypur á hundruðum þúsunda, segir í tilkynningunni.

„Örvar lét lífið við að koma öðrum til hjálpar og með tilkomu sjóðsins mun Örvar halda áfram að rétta öðrum hjálparhönd með styrk frá sjóðnum,“ segir í tilkynningunni.

Í sjóðstjórn sitja: Harpa Þorláksdóttir forstöðumaður viðskipta- og markaðstengsla hjá Deloitte, Kristín Guðmundsdóttir fjármálastjóri og Kári Ólafsson lögfræðingur, til vara eru systkini Örvars þau Ingólfur Arnarson og Þórhalla Arnardóttir. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja sjóðinn geta lagt inn á reikning:

526-14-403072, kt. 261245-5829

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert