80 bátar „þjófstörtuðu“

Frá Hólmavík.
Frá Hólmavík. mbl.is/áij

Um 80 bátar „þjófstörtuðu“ á fyrsta degi nýs mánaðar á strandveiðum. Landhelgisgæslan telur að sjómennirnir hafi brotið lög um sjómannadaginn með því að halda til veiða fyrir hádegi á mánudegi en enginn hefur verið kærður fyrir athæfið.

Í lögum um sjómannadag segir að öll fiskiskip skuli liggja í höfn á sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en klukkan 12 á hádegi næsta mánudag. Víkja má frá þessu ákvæði ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.

Landhelgisgæslan og Landssamband smábátaeigenda túlka lögin þannig að menn eigi ekki að róa fyrr en á hádegi á mánudag. Sjómennirnir sem róa telja það væntanlega mikilvæga hagsmuni að ná í dagskammtinn sinn snemma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert