Stekkjarbakki mun brátt heita Elliðaárbakki

Stekkjarbakki fær nýtt nafn að hluta.
Stekkjarbakki fær nýtt nafn að hluta. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú þegar borgarráð hefur samþykkt breytinguna er málið komið til umhverfis- og skipulagssviðs sem mun sjá um framkvæmdina,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar.

Borgarráð samþykkti einróma tillögur umhverfis- og skipulagsráðs um nöfnin á fundi sínum nýverið. Um er að ræða botnlangagötu út frá Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur en sú gata mun heita Djúpslóð, í samræmi við önnur götuheiti á svæðinu.

Ein breyting var gerð á gömlu vegheiti. Stekkjarbakki, sem liggur milli hringtorgs við Smiðjuveg í Kópavogi og Höfðabakka, fær nafnið Elliðaárbakki. Í greinargerð með breytingartillögunni er fjallað um að götuheitið Stekkjarbakki hafi verið látið ná yfir tvær götur sem saman mynda 90 gráðu horn sín á milli og tengjast með ljósastýrðum gatnamótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert