Verra ástand kríu á Snæfellsnesi en á Melrakkasléttu

Í kríuvarpi.
Í kríuvarpi. mbl.is/Freydís

„Okkur, mér og heimamönnum á Hellissandi, sýnist að kríur séu fáar og til lítils líklegar,“ sagði Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, þegar hann var spurður um kríuvarp.

Jón Einar sagði að varp kríunnar væri vart hafið en í venjulegu árferði sé hún byrjuð að verpa í kringum 10. júní. Varp kríunnar á Snæfellsnesi hefur misheppnast að stórum hluta í næstum áratug. Jón Einar sagði engan vafa leika á að það sé farið að höggva skörð í hópinn. Hann sagði að sér hefði þótt sérstaklega áberandi hve fáar kríur væru úti í Rifi nú miðað við það sem var á árunum 2006-2007.

„Það lítur bara mjög vel út,“ sagði Haraldur Sigurðsson í Núpskötlu á Melrakkasléttu um kríuvarpið. „Núna mætir hún á eðlilegum tíma og bara mjög álitlegt varp og allt í góðu lagi ennþá.“ Kríuvarp í Núpskötlu byrjaði um síðustu mánaðamót, að því er fram kemur í umfjöllun um kríuarp í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert