Hollendingar beita sér gegn hvalveiðum Íslendinga

Hvalveiðar eru umdeildar.
Hvalveiðar eru umdeildar. AFP

Stjórnvöld í Hollandi hyggjast beita áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að íslenskt hvalkjöt fari um höfnina í Rotterdam. Alþjóðlegu baráttusamtökin Avaaz söfnuðu yfir milljón undirskriftum gegn hvalveiðum Íslendinga og voru undirskriftirnar afhentar hollenska utanríkisráðherranum.

Sharon Dijksma, utanríkisráðherra Hollands, segist ætla að  sannfæra hafnaryfirvöld í Rotterdam, sem og önnur hafnaryfirvöld í Evrópu, um að koma í veg fyrir flutning á hvalkjöti.

Avaaz hvatti ríkisstjórn Hollands til að bregðast við áskoruninni áður en hvalveiðar hefjast á Íslandi í næstu viku.

Pascal Vollenweider, hjá Avaaz, fagnar viðbrögðum hollenskra stjórnvalda. Utanríkisráðherrann hafi með þessu ákveðið að senda hvalveiðimönnum skýr skilaboð þess efnis að þeir geti ekki gert ráð fyrir því að hægt verði að flytja hvalkjöt til Evrópu. Frumkvæði hollenskra stjórnvalda gæti haft víðtæk áhrif í álfunni.

Dijksma tók á móti undirskriftunum í fyrradag, en á einni viku skrifuðu 1,1 milljón manns nafn sitt á listann.

Dijksma greindi þá frá því að hollensk stjórnvöld ættu að vinna með hafnayfirvöldum að því að stöða viðskipti með hvalkjöt. Einnig með öðrum samstarfsþjóðum í Evrópu.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert