Hafði aldrei öðlast ökuréttindi

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Fólksbifreið hafnaði utan vegar í grýttri grjótu í Ásahverfi um kl. tvö í nótt. Ökumaðurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Skömmu síðar var 19 ára piltur, sem var í mjög annarlegu ástandi, handtekinn skammt frá heimili skráðs eiganda ökutækisins.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að þarna hafi verið um ökumanninn að ræða. Hann hafi lemstrast eitthvað við útafaksturinn og var hann því fluttur á slysadeild. Í framhaldinu var hann látinn gista í fangageymslu. Lögreglan bætir því við að pilturinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Þá voru tveir ökumenn að auki voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Loks voru tveir karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri látnir sofa úr sér áfengisvímu í fangageymslu vegna heimilisófriðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert