Hvalbátarnir úr höfn

Fjölmenni var á Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn nú um níuleytið í kvöld þegar Hvalur 8 og Hvalur 9 létu úr höfn. Vertíðin er hafin og gert er ráð fyrir að skipin komi með fyrstu dýrin til vinnslu í Hvalfirðinum um miðja vikuna.

Gufuflautur bátanna voru þeyttar þegar þeir renndu út höfnina, en á kajanum var fjöldi áhugasamra svo sem sjómenn sem hafa marga fjöruna sopið. Stímið var tekið um leið og bátarnir voru komnir út úr hafnarmynninu og stefnan tekin á hvalaslóð djúpt vestur af landinu.

Gert er ráð fyrir að fyrstu hvalirnir verði komnir í vinnslustöðina í Hvalfirði um miðja vikuna, en kvóti ársins er nokkuð á annað hundrað dýr. Veiðarnar skapa mörgum vinnu, bæði til sjós og lands, og vertíðin stendur fram á haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert