Biskup hvatti til gestrisni

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup. mbl.is

„Það er gott að eiga land sem getur tekið á móti fleirum en þeim sem fæddir eru hér og veita þeim bjarta framtíð,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir biskup í predikun sinni við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni í morgun, þar sem hún fjallaði meðal annars um gestrisni.

Hún vísaði í ræðu Biljönu Boloban, nýstúdents frá Borgarholtsskóla, sem kom hingað til lands níu ára gömul ásamt foreldrum sínum. Fjölskyldan bjó í stríðshrjáðu landi en fékk tækifæri til að búa hér á landi. „Æskuár mín einkenndust af ótta og von um betra líf,“ sagði Biljana. „Það komu dagar þegar við áttum hvorki húsaskjól né peninga fyrir mat og vissum ekki hvað morgundagurinn bæri í skauti sér.“

„Okkur hefur verið gefið fallegt og gjöfult land. Það er þakkarvert og það er líka þakkarvert að fá að búa í landi friðarins,“ sagði Agnes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert