Níu fengu fálkaorðuna 17. júní

Fálkaorðuþegar ásamt forseta Íslands á Bessastöðum í dag.
Fálkaorðuþegar ásamt forseta Íslands á Bessastöðum í dag. mbl.is

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi níu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Forsetinn sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, hinn 1. janúar og 17. júní.

Þeir sem hlutu orðuna eru eftirtaldir:

1. Árni Bergmann rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til
bókmennta og menningar
2. Gísli B. Björnsson grafískur hönnuður og fyrrverandi skólastjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastarf í íslenskri grafík og
framlag til menntunar hönnuða
3. Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskólans Sæbjargar, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til öryggismála sjómanna
4. Jóna Berta Jónsdóttir fyrrverandi matráðskona, Akureyri, riddarakross
fyrir störf að mannúðarmálum
5. Kristín Steinsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta
6. Kristján Ottósson blikksmíðameistari og framkvæmdastjóri Lagnafélags
Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í lagnamálum
7. Óli H. Þórðarson fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Reykjavík,
riddarakross fyrir framlag til öryggismála og umferðarmenningar
8. Sigrún Einarsdóttir glerlistamaður, Kjalarnesi, riddarakross fyrir framlag
til eflingar íslenskrar glerlistar
9. Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu á
vettvangi líknarmeðferðar

Forseti Íslands veitti í dag hina íslensku fálkaorðu á Bessastöðum.
Forseti Íslands veitti í dag hina íslensku fálkaorðu á Bessastöðum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert