Fyrsta langreyðurin komin til hafnar

Kristján Loftsson,framkvæmdastjóri Hvals hf., ásamt langreyðinni sem var veidd vestur …
Kristján Loftsson,framkvæmdastjóri Hvals hf., ásamt langreyðinni sem var veidd vestur af landinu í gær. Mbl.is/Árni Sæberg

„Hann lítur bara vel út,“ sagði Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., en hvalveiðiskipið Hvalur 8 lagðist að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirðinum um fjögur í dag með fyrsta stórhvalinn sem veiddur var á þessari vertíð. Langreyðurin var 63 fet, eða rúmlega 19 metrar, og var tarfurinn veiddur vestur af landinu í gær. Vertíðin hófst á sunnudag þegar skipin Hvalur 8 og Hvalur 9 lögðu frá Reykjavíkurhöfn. 

Margir voru samankomnir á bryggjunni í Hvalfirðinum í dag, bæði starfsfólk og gestir, og biðu eftir fyrsta afla vertíðarinnar. Skipin Hvals hf. hafa ekki siglt síðan sumarið 2010 og er því nokkuð síðan langreyði var landað á þessum stað. 

Bræla á miðunum

Að sögn Kristjáns tekur um tvær klukkustundir að ná kjötinu af hvalnum og hófst starfsfólkið þegar handa við að verkunina. 

Hvalur 9 hefur enn ekki komið veitt hval á þessari vertíð. „Það er bræla og því veiðist ekkert á meðan,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is. Hvalur 8 mun því ekki halda strax af stað eftir löndunina, enda vont veður á miðunum. 

Heimild er fyrir því að veiða 154 langreyðar en við það má bæta 20% af óveiddum hvölum frá fyrri vertíð.

Starfsfólk hófst þegar handa við verkun hvalsins.
Starfsfólk hófst þegar handa við verkun hvalsins. Mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert