Tæplega 4.900 hafa skrifað undir

mbl.is/Sigurður Bogi

Tæplega 4.900 manns hafa ritað undir áskorun á netinu til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum 74 frá 26. júní 2012 þar sem skilgreind eru þau gjöld sem útgerðinni ber að greiða fyrir afnot af sameiginlegri fiskveiðiauðlind þjóðarinnar.

„Verði Alþingi ekki við þeirri ósk verður þessi undirskriftalisti afhentur herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taka til breytinga á lögum nr. 74 frá 26. júní 2012 heldur vísa þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar,“ segir á vef undirskriftarsöfnunarinnar.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert