Gagnrýna ákvörðun umhverfisráðherra

Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum …
Undanfarin ár hefur verið unnið að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum í samræmi við náttúruverndaráætlun 2009-2013, en svæðið var friðlýst árið 1981 og náði þá til 375 ferkílómetra. mbl.is/Brynjar Gauti

Árni Finnson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að svo virðist sem að Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra hafi ekki kynnt í ríkisstjórn ákvörðun sína um að undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum.

Til stóð að undirrita friðlýsinguna í dag kl. kl. 15 í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Við sama tækifæri áttu fulltrúar sveitarfélaganna að undirrita yfirlýsingu um friðlýsinguna.

Í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun sagði Sigurður Ingi að það væri eðlilegt að staldra við og fara yfir þær athugasemdir sem borist hefðu vegna fyrirhugaðrar undirskriftar friðlýsingar vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Þar af leiðandi mun hann ekki undirrita skilmála um aukna friðlýsingu Þjórsárvera í dag líkt og til stóð.

„Vissi hann ekki hvað hann var að gera?“

„Álykta verður að Sigurður Ingi Jóhannsson valdi ekki verkefni sínu, að stjórna bæði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti,“ segir í tilkynningu frá Árna.

Þá segir, að svo virðist sem ráðherra hafi ekki kynnt ákvörðun sína um að undirrita „friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum“ eins og segi í boðskorti sem sent var út fyrr í vikunni. Þar segi einnig að „undanfarin misseri hafi verið unnið að stækkun friðlandsins en verin voru fyrst friðlýst árið 1981“.

„Til að taka af öll tvímæli þá segir í boðskorti að „Föstudaginn 21. júní 2013, kl. 15 mun umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, undirrita friðlýsingarskilmála vegna friðlands í Þjórsárverum.“ Vissi hann ekki hvað hann var að gera,“ spyr Árni.

Fordæmalaus ákvörðun

Þá segir hann að krafa Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um að ákvörðun umhverfis- og auðlindaráðherra verði frestað eða hún dregin til baka sé fordæmalaus.

Þá bendir Árni á að drög að friðlýsingarskilmálum hafi verið auglýst þann 12. mars s.l.

Umhverfisstofnun hafi farið yfir allar framkomnar athugasemdir sem hafi borist innan tilskilins tíma. „Um hvað er iðnaðarráðherra að tala,“ spyr Árni ennfremur.

„Spurja verður hvort iðnaðarráðherra fari fram í umboði Landsvirkunar. Er Landsvirkjun í alvöru að fara fram á að virkjanakostir í verndarlokki fari í nýtingarflokk? Vill Landsvirkjun eyðileggja Rammaáætlun?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert