Snowden leitar frekar til Wikileaks en IMMA

Edward Snowden
Edward Snowden AFP

„Nú virðist Snowden vera kominn í samskipti við Wikileaks og ef hann vill frekar fara þá leið er það í lagi okkar vegna. Wikileaks hefur aðra nálgun á mál sem þessi heldur en við,“ segir Smári McCarthy, framkvæmdastjóri IMMA.

IMMA er alþjóðleg stofnun um tjáningar- og upplýsingafrelsi sem hefur gefið út að hún muni aðstoða Edward Snowden komi hann til Íslands. Markmið stofnunarinnar er að styðja upplýsinga- og tjáningarfrelsi og vinna að alþjóðlegri kynningu og útfærslu löggjafar á því sviði.

Smári segir að um leið og þau hafi frétt að hann hafi haft áhuga á að koma til Íslands hafi þau hafist handa við að athuga hvernig þau gætu aðstoðað hann til að fá hæli hér á landi.

„Við komum þeim skilaboðum áleiðis til hans að við vildum gjarnan hjálpa, en getum ekkert gert meira nema fá skilaboð tilbaka frá honum,“ segir Smári sem bætir við að þau veiti honum ekki hjálp nema hann sýni sjálfur áhuga á því. Nú virðist Snowden kominn í samband við Wikileaks og mun IMMA ekki beita sér sérstaklega í þessu að svo stöddu.

Edward Snowden
Edward Snowden Skjáskot af Guardian
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert