Munur á Landspítalanum og Tansaníu

Olga Eir, Ásdís Arna, Eygló og Hildur Þóra eru á …
Olga Eir, Ásdís Arna, Eygló og Hildur Þóra eru á leið tin Tansaníu í sjálfboðaliðastarf mbl.is/Árni Sæberg
<span><span>„Við vorum svo heppnar að komast í samband við íslenska konu sem heitir Anna Elísabet Ólafsdóttir og er fyrrverandi forstjóri Lýðheilsustöðvar og<span> h</span>ún hefur aðstoðað okkur mikið við skipulagningu ferðarinnar.“ segir Olga Eir Þórarinsdóttir. Hún er ein fjögurra hjúkrunarfræðinema sem ætla í  lok júní að fara sem sjálfboðaliðar til Tansaníu í dreifbýlt sveitaþorp sem heitir Bashay Village.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span><span>Ásamt Olgu Eir fara Ásdís Arna Björnsdóttir, Eygló Einarsdóttir og Hildur Þóra Sigfúsdóttir, en þær hafa allar lokið þrem árum af fjórum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. </span>„<span>Anna Elísabet hefur unnið mikið uppbyggingarstarf í þessum bæ í Tansaníu og rekur þar gistiheimili. </span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span>

Hjúkra á 90 rúma spítala í dreifbýli í Tansaníu

<span><span>„Við erum að fara að vinna á 90 rúma spítala þarna í þorpinu í þrjár vikur,“ bætir Olga við. „Spítalinn heitir Karatu Lutheran Hospital og í þorpinu búa um 6.000 til 8.000 manns á mjög dreifbýlu svæði,“ segir Eygló. Rúmin segja þær hins vegar ekki öll nýtt öllum stundum af fjárhagsástæðum. Ásamt því að vinna á spítalanum munu stúlkurnar sinna fræðslustörfum í leik- og grunnskólum í þorpinu. „Fræðslan verður aðallega um tóbak, hreinlæti og tannhirðu,“ segir Olga Eir.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span><em>Hvernig er með hluti eins og kynfræðslu?</em> „<span>Við veltum fyrir okkur viðfangsefnum eins og kynfræðslu og getnaðarvörnum, en íbúar þorpsins eru flestir kaþólikkar og</span><span>  </span><span>samkvæmt kaþólskri trú eru getnaðarvarnir bannaðar og því ákváðum við að velja eitthvað annað fræðsluefni sem trúarbrögð hafa ekkert með að gera “ segir Olga</span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span> <span><span><span>Ásdís Arna sagði að þær þyrftu sjálfar að standa straum af kostnaði við ferðina, og meira að segja greiða spítalanum fyrir að taka á móti þeim. „Það sem fær mann til að vilja fara út í svona verkefni er fyrst og fremst forvitni og ævintýraþrá, auk þess að fá tækifæri til að vinna við krefjandi aðstæður þar sem virkilega reynir á þekkingu manns og lausnin er ekki handan við hornið eins og hún væri kannski heima á Landspítalanum, segir Ásdís Arna. „Ég veit eiginlega ekki við hverju við eigum að búast. Við lásum hryllingsblogg einhvers bandarísks læknis sem var þarna fyrir tveimur árum, hann upplifði þetta mjög frumstætt.“</span></span></span>

Búa sig undir það versta

<span><span><span>„Maður er eiginlega að undirbúa sig fyrir það versta svo sjokkið verði mögulega minna þegar við komum á staðinn,“ segir Eygló. „Það fóru tvær stelpur úr tannlæknadeild þarna í fyrravor, þannig að við höfum aðeins getað spurst fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Ásdís Arna.</span></span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Eygló segir að Anna Elísabet hafi mikinn áhuga á að ýmsar heilbrigðisstéttir fái tækifæri til að fara út og taka þátt í uppbyggingarstarfi. „Hún hefur nú þegar lagt grunn að slíkum samtökum og það verður spennandi að fylgjast með þeirri þróun.“</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span>Hildur Þóra segir að samstarf við spítala erlendis sé að aukast. „Það fór hópur sem er með okkur á ári til Kambódíu og það hafa alltaf einhverjir hópar farið síðustu ár í svona verkefni. Fólk gerir þetta hins vegar alfarið á eigin vegum, þetta tengist hjúkrunarfræðideildinni ekki á neinn hátt,“ segir Hildur Þóra. Olga Eir segir mögulegt að fá starfið metið til fjögurra eininga, en lengra nái það ekki.</span></span>

Eiga von á fjölbreyttum verkefnum

<span><span>Þær segja að verkefnin á spítalanum verði áreiðanlega fjölbreytileg, svo sem bólusetningar, sáraskipti og annað sem fellur til. „Fólk sækir sér læknisþjónustu á spítalann úr þorpinu, þetta er alls ekki bara bráðahjúkrun,“ segir Eygló, og blæs á hugmyndir blaðamanns að hjúkrun í afríku sé í fleiri tilfellum en færri bráðahjúkrun. „Þetta verður örugglega mjög fjölbreytt og nær yfir vítt svið,“ segir Eygló.</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span><span>„Myndir og sögur sem maður sér frá þessum heimshluta segja alltaf svo hryllilega sögu. Ég horfði á þáttaröð um fátækt í heiminum í vetur og þar sá maður lækna framkvæma bráðakeisaraskurð með lítinn sem engan búnað. Ég býst svo sem ekki við að lenda í þeim aðstæðum en maður veit aldrei,“ segir Ásdís Arna. „Ég held samt, eða vona allavega að þetta sé ekki svona slæmt á því svæði sem við erum að fara á.“</span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span> <span><span>Þær segja undirbúning ferðarinnar hafa hafist síðasta sumar þegar þær hittu Önnu Elísabetu fyrst. „Ég held að það hafi verið draumur hjá okkur öllum frá því við byrjuðum í hjúkrunarfræði að gera eitthvað af þessu tagi,“ segir Hildur Þóra og stúlkurnar taka allar undir það. „Og alveg frábært að geta gert það að veruleika.“</span></span>

Mikil vinna að baki svona ferð

<span><span>„Skipulagningin á þessu hefur auðvitað verið mikil vinna, sem og að safna styrkjum fyrir þetta. Ferðin er mjög dýr þegar allt kemur til alls. Við borgum spítalanum fyrir að hafa okkur hjá sér, sem okkur finnst alveg sjálfsagt,“ segir Eygló. „Það er meira en að segja það að fá fjóra óreynda hjúkrunarnema frá öðru landi inn á spítalann hjá sér.“ Ásdís og Hildur taka undir það. „Þau vita ekkert um okkur eða hvað við getum gert. Fyrir þeim erum við örugglega alveg jafnframandi og þeirra aðstæður eru fyrir okkur.“</span></span> <span><span><br/></span></span> <span><span><span>Aðspurðar að hvort hjúkrun sé allsstaðar eins, þá segja þær svo örugglega vera, allavega í grunninn. „Það er samt alltaf erfitt að koma sér inn í hlutina á nýjum stað,“ segir Eygló. „Ég upplifi það bara á milli deilda á Landspítalanum. Maður er alltaf svolítinn tíma að aðlaga sig að nýjum aðstæðum,“ segir Olga. „Vonandi getum við lagt eitthvað af mörkum og komum reynslunni ríkari heim.“</span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span> <span><span>Á vefsíðunni <a href="https://cas.mbl.is/owa/redir.aspx?C=Jv-GikEcIEy1eteyvwJ4eF00iNC6Q9AIU8FIwltTlpVIUysB6VWd0b8TmRex7v5H4fac2IXo9Tw.&amp;URL=http%3a%2f%2fwww.tansaniufarar.com" target="_blank">tansaniufarar.com</a> verður hægt að fylgjast með dvöl þeirra í Tansaníu, en þær ætla sér að vera duglegar við að segja frá því sem á daga þeirra drífur meðan á dvölinni stendur.</span></span>

Ganga á Kilimanjaro í lok ferðar

<span><span><span>„Eftir þessar þrjár vikur á spítalanum ætlum við að ferðast aðeins um svæðið og ganga á Kilimanjaro. Fyrst við erum komnar svona langt að heiman þá fannst okkur rétt að nýta tækifærið,“ segir Eygló. „Það er sex daga ganga. Svo ætlum við að vera nokkra daga á eynni Zansibar, sem er þarna rétt utan við strendur Tansaníu,“ segir Olga. „Um helgar meðan við erum í þorpinu förum við í skoðunarferðir út frá þorpinu. Okkur langaði að gera aðeins meira úr þessu fyrst við vorum á annað borð að fara út. Planið var í upphafi ekki að ganga á Kilimanjaro. Það atvikaðist bara þannig því fjallið er víst þarna alveg í næsta nágrenni,“ en flugvöllurinn sem þær lenda á heitir Kilimanjaro Airport.</span></span></span> <span><span><span><br/></span></span></span> <span><span>„Þetta er víst kaldasti tíminn í Tansaníu núna, en við vitum ekki alveg hversu kalt það er. Á kvöldin fer hitinn kannski niður í 15 gráður,“ segir Eygló. „Þetta er kaldasti og þurrasti tíminn þarna,“ segir Olga.</span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert