Maður á hesti við Stjórnarráðshúsið

Lögreglan ræðir við knapann við Stjórnarráðshúsið í morgun.
Lögreglan ræðir við knapann við Stjórnarráðshúsið í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Lögregla höfuðborgarsvæðisins setti í gang nokkurn viðbúnað þegar tilkynnt var um karlmann á hesti við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í morgun. Í fyrstu var talið að maðurinn væri vopnaður skotvopni og var sérsveit ríkislögreglustjóra því í viðbragðsstöðu. Það reyndist þó ekki á rökum reist og var maðurinn óvopnaður.

Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá lögreglunni hvað manninum gekk til með athæfi sínu.

Uppfært kl. 11.00

Maðurinn sendi í gær fjölmiðlum tölvubréf þar sem kom fram að hann ætlaði að afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, bréf með skilaboðum til ríkisstjórnarinnar.  Í bréfinu segir maðurinn að hann hafi verið beittur miklu óréttlæti. Hann hafi séð þær litlu eignir sem hann átti brenna upp á verðbólgubáli. 

„Þið sem kosin voruð til að laga ástandið, ég hvet ykkur eindregið til að standa við gefin loforð og það sem fyrst, þar sem þjóðin stendur ekki lengur undir þessu mikla álagi. Jón og Gunna út í bæ eru að gefast upp,“ segir meðal annars í bréfi mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert