Langreyðar í eitt púkk

Hvalur 9 kemur með tvær langreyðar til lands.
Hvalur 9 kemur með tvær langreyðar til lands. mbl.is/RAX

Vísindanefnd Hvalveiðiráðsins, SC, hélt nýlega árlegan fund sinn í S-Kóreu og var Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur einn fjögurra fulltrúa Íslands. Gísli segir vísindanefndina ekki rengja mat íslenskra vísindamanna sem álíta að stofn langreyðar hér sé í góðu standi og þoli veiðar. Á lista náttúruverndarsamtakanna IUCN er langreyður sögð í útrýmingarhættu.

„En þá er öllum langreyðarstofnum heims slegið saman í eitt púkk og það metið eins og einn stofn,“ segir Gísli. Ekki sé um það deilt að stofnarnir séu nokkrir. Enginn samgangur sé á milli stofns á N-Atlantshafi og stofns á suðurhveli jarðar sem sé auk þess sérstök undirtegund. Hann sé langstærsti stofn langreyðar, honum hafi hnignað mikið en á N-Atlantshafi hafi orðið fjölgun. 

Vísindin sögð vera hunsuð

Alþjóðahvalveiðiráðið hefur oft sætt gagnrýni fyrir að hunsa vísindaleg rök. Eftir að lýst var yfir tímabundnu banni gegn veiðum í atvinnuskyni 1986 fékk vísindanefnd ráðsins, SC, sex ár til að safna gögnum og leggja grunn að afar varfærinni nýtingarstefnu þar sem úthlutað væri veiðikvótum. En ráðið ákvað 1993 að nota ekkert þá vinnu og framlengja bannið.

Þáverandi formaður nefndarinnar, Bretinn Philip Hammond, sagði strax af sér. „Hvaða gagn er að því að vera með vísindanefnd ef móðurstofnun hennar meðhöndlar einróma álit hennar í mikilvægu máli með slíkri fyrirlitningu?“ sagði hann. Stuðningsmenn hvalveiða segja að IWC sé orðið hvalverndarsamtök.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert